Beðið samnings við SÁÁ

Gunn­ar Svavars­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðisráðuneyti frá því í byrj­un októ­ber renni þjón­ustu­samn­ing­ur við SÁÁ út í árs­lok og „vel fyr­ir þann tíma þurfi að hefja viðræður um hvort og með hvaða hætti verði fram­hald á þjón­ustu­kaup­um milli aðila“.

Þetta seg­ir Gunn­ar m.a. um gagn­rýni Þór­ar­ins Tyrf­ings­son­ar, yf­ir­lækn­is á Vogi, í Morg­un­blaðinu í gær, um að sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga eigi SÁÁ að fá sömu upp­hæð og árið 2005, 170 millj­ón­um minna en þurfi til að reka SÁÁ á næsta ári. SÁÁ fær sam­kvæmt frum­varp­inu 602 millj­ón­ir króna til rekst­urs síns.

Gunn­ar seg­ir að í ljósi þess að samn­ingaviðræður ráðuneyt­is­ins og SÁÁ standi nú yfir geti fjár­laga­nefnd­in ekki tekið fram fyr­ir hend­urn­ar á heil­brigðisráðuneyt­inu varðandi fjár­veit­ing­ar, „enda er það hlut­verk ráðuneyt­is­ins miðað við þess­ar yf­ir­lýs­ing­ar að ganga frá þeim samn­ing­um“, seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir það hafa komið fram í ræðu sinni um fjár­laga­frum­vaprið á Alþingi að von sín væri að viðræðum ráðuneyt­is og SÁÁ yrði lokið milli annarr­ar og þriðju umræðu fjár­laga, „enda hefði ráðuneytið lýst því yfir að það þyrfti að vera búið að ljúka þess­ari samn­ings­gerð vel fyr­ir árs­lok og það eru ein­ung­is 25 dag­ar til árs­loka“.

Gunn­ar seg­ir upp­hæðina í fjár­laga­frum­varp­inu byggj­ast á nú­ver­andi samn­ingi. Spurður hver staðan verði ná­ist samn­ing­ar ekki svar­ar Gunn­ar: „Við skul­um horfa til þess sem hef­ur verið sagt, að viðræðunum þurfi að ljúka fyr­ir árs­lok. Ég lít svo á að það eigi að vera ekki ein­um degi fyr­ir árs­lok held­ur nokkr­um.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert