Bónus innkallar kerti

Bón­us hef­ur ákveðið að innkalla poka með 50 stykkj­um af teljós­um (spritt­kert­um). Kvört­un barst frá viðskipta­vini um að kerti hjá hon­um hafi í raun sprungið eða orðið al­elda.

For­svars­menn Bón­us hvetja fólk til að taka enga áhættu og skila viðkom­andi kert­um í næstu versl­un fyr­ir­tæk­is­ins. Kert­in eru frá ein­um stærsta kertafram­leiðanda í Evr­ópu og er málið í skoðun þar.

Bón­us hef­ur tekið kert­in úr sölu þar til niðurstaða fæst hjá fram­leiðanda vör­unn­ar. Strika­merki vör­unn­ar er 20037932.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert