Gleðileg jól fyrir 29 þúsund

Svanhvít með börnum í jólaföndri.
Svanhvít með börnum í jólaföndri.

Bótaþegar sem urðu fyrir skerðingu lífeyrissjóðanna nú um mánaðamótin hafa engar opinberar leiðir til að bæta stöðu sína í jólamánuðinum. Sumir fá hærri bætur hjá almannatryggingum eftir skerðingu lífeyrissjóðanna, en ekki strax. Þeir þurfa að leiðrétta tekjuáætlun til að fá rétta útborgun næst, uppgjör þessa árs bíður endurreiknings næsta haust.

Svanhvít Guðsteinsdóttir, 75 prósenta öryrki í Borgarnesi, missti sextíu þúsund á mánuði við skerðinguna um mánaðamótin.

„Ég á 29 þúsund til að nota um jólin, en hafði reiknað með 89 þúsund krónum. Ég er með ungling á framfæri. Mig munar um sextíu þúsund þótt kallana hjá lífeyrissjóðunum geri það ekki. Ég býst við að leita til sóknarprestsins til að geta haldið jól. Lífeyrissjóðurinn segir að ég fái ekkert meira hjá þeim fyrr en ég kemst á ellilaun, en ég á 42 ára afmæli í dag, svo það er langt þangað til," segir Svanhvít.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert