Hraðahindranir settar upp á Vesturgötu

Íbúar í Vesturgötu lokuðu götunni um helgina með því að …
Íbúar í Vesturgötu lokuðu götunni um helgina með því að leggja bílum þvert á veginn. Þetta gerðu þeir til að mótmæla hraðakstri á svæðinu. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Búið er að koma fyrir bráðabirgða hraðahindrunum á Vesturgötu í Reykjanesbæ þar sem banaslys varð sl. föstudag. Að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, voru hraðahindranirnar settar upp í gær.

Árni í samtali við mbl.is að svokölluðum línuhindrunum hafi verið komið fyrir á Vesturgötu milli Hringbrautar og Hafnargötu. „Við töldum rétt að setja þetta upp á þremur stöðum,“ sagði Árni og bætti við að þetta hafi verið gert í samstarfi við þá íbúa sem hafa haft áhyggjur af hraðakstri á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert