Huldi númerið og ók of hratt

Mynd af bílnum er birt á lögregluvefnum.
Mynd af bílnum er birt á lögregluvefnum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni Subaru-bifreiðar sem var staðinn að hraðakstri á gatnamótum Sæbrautar og Langholtsvegar þriðjudaginn 27. nóvember sl. Bíllinn mældist á 83 km hraða en þarna er leyfður hámarkshraði 60.

Birt er mynd úr hraðamyndavél af bílnum á vef lögreglunnar og sést þar, að búið er að hylja skráningarnúmerið og ökumaðurinn sendir hraðamyndavélinni fingurkveðju.

Segir lögreglan, að atferli ökumannsins beri með sér einbeittan brotavilja. Framkoma sem þessi sé ámælisverð og þá sé ökumaðurinn jafnframt mjög slæm fyrirmynd fyrir unga farþegann á barnsaldri sem situr við hlið hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert