Eftir að fréttist, að heimiliskettir í Árneshreppi væru allir læður hefur ræst úr því á dögunum fluttu búferlum í hreppinn tveir fresskettir sem áttu áður lögheimili í Kattholti í Reykjavík.
Fram kom nýlega á heimasíðu Finnbogastaðaskóla, að nemendur skólans, sem eru tveir, hefðu gert ítarlega rannsókn á kisum í hreppnum og komist að því að eingöngu væru læður í sveitinni.
Fram kemur á heimasíðunni, að heldur hafi nú ræst úr með eðlilegt samlíf katta í sveitinni því á dögunum fluttu búferlum í hreppinn tveir fresskettir sem áttu áður lögheimili í Kattholti í Reykjavík. Bernharð og Óskar, en svo heita fressin komu fljúgandi að sunnan eins og nútímakappa er siður en þeim félögum þótti flugferðin lítið spennandi.
Sex kisur eru í Árneshreppi eftir búferlaflutning þeirra Bernharðs og Óskars en fyrir í sveitinni voru fjórar læður.