Nýr Herjólfur nauðsynlegur strax

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.

Árni Johnsen, alþing­ismaður, sagði á Alþingi, að nauðsyn­legt væri að kaupa nú þegar nýtt skip til að leysa af hólmi Herjólf á sigl­inga­leiðinni milli Vest­manna­eyja og Þor­láks­hafn­ar. Herjólf­ur væri kom­inn til ára sinna og bilaði oft en 3-4 ár væru þar til ný ferja hæfi sigl­ing­ar milli Eyja og Bakka­fjöru. 

Árni sagði, að stærsta ver­stöð lands­ins væri nú nán­ast ein­angruð vegna þess, að Herjólf­ur væri í slipp vegna bil­un­ar og flug­um­ferð væri stop­ul vegna þess m.a. að ekki væri gengið frá samn­ing­um um fyr­ir­komu­lag flug­um­ferðar­stjórn­ar á Vest­manna­eyja­flug­velli á kvöld­in.

Árni sagði, að Herjólf­ur væri kom­inn til ára sinna og bil­an­ir væru tíðar: það læki með rör­um, hliðar­skrúfa væri biluð, bíla­lyft­an væri ónýt og lykt í skip­inu væri óþolandi. Að minnsta kosti 3-4 ár væru í Bakka­fjöru-Herjólf sam­kvæmt  ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem ekki hefði sama metnað í sam­göngu­mál­um og Fær­ey­ing­ar. Þeir væru að und­ir­búa 12 km göng til Sand­eyj­ar og leggðu þau upp eins og að drekka vatn.

„Við sitj­um uppi með verk­fælni Vega­gerðar­inn­ar und­an­far­in ár í þess­um árum og slæl­eg vinnu­brögð, metnaðarleysi sam­göngu­yf­ir­valda og Vega­gerðar­inn­ar," sagði Árni.

Kristján L. Möller, sam­gönguráðherra, sagði að nú­ver­andi rík­is­stjórn væri að vinna að því að af full­um krafti, að bæta sam­göng­ur til Eyja. Hann sagði baga­legt að Herjólf­ur hefði þurft að fara í slipp í tvo daga en nefndi að Sel­foss myndi sigla til Vest­manna­eyja á morg­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert