Ræsishúsið rifið

Ræsishúsið heyrir sögunni til.
Ræsishúsið heyrir sögunni til. mbl.is/Annetta Scheving

Hafist er handa við að rífa Ræsishúsið svokallaða á horni Skúlagötu og Skúlatúns sem hýsti um áratuga skeið bifreiðaumboðið Ræsi. Niðurrifið er hluti af uppbyggingu Höfðatorgs, verslunar- íbúða- og skrifstofuhúsnæðis sem samtals mun telja 72.000 fermetra ofanjarðar auk  bílakjallara og geymslusvæðis sem verða um 65.000 fermetrar.

Höfðatorg afmarkast af Borgartúni, Skúlatúni, Skúlagötu og Höfðatúni og hófust framkvæmdir við það árið 2005.

Á svæðinu er ætlað að tvinna saman borgarlíf á samnefndu torgi, atvinnustarfsemi og íbúabyggð. Áætluð verklok eru árið 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert