Tilnefningar kynntar

Til­nefn­ing­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna voru kynnt­ar í Kast­ljós­inu í kvöld. Fimm bæk­ur eru til­nefnd­ar í flokki fag­ur­bók­mennta. Bæk­urn­ar eru eft­ir Gerði Krist­nýju, Þór­unni Erlu Valdi­mars­dótt­ur, Sig­urð Páls­son, Ein­ar Má Guðmunds­son og Sjón.

Bæk­urn­ar í flokki fag­ur­bók­mennta eru eft­ir­far­andi bæk­ur til­nefnd­ar:

  • Höggstaður eft­ir Gerði Krist­nýju.
  • Kalt er ann­ars blóð eft­ir Þór­unni Erlu Valdi­mars­dótt­ur.
  • Minn­is­bók eft­ir Sig­urð Páls­son.
  • Riml­ar hug­ans eft­ir Ein­ar Má Guðmunds­son.
  • söng­ur steina­safn­ar­ans eft­ir Sjón.

Í flokki fræðirita og bóka al­menns eðlis eru eft­ir­far­andi bæk­ur til­nefnd­ar:

  • Erró í tímaröð eft­ir Danielle Kvar­an.
  • Ljóðhús eft­ir Þor­stein Þor­steins­son.
  • Sag­an um Bíbí Ólafs­dótt­ur eft­ir Vig­dísi Gríms­dótt­ur.
  • Undra­börn eft­ir Mary Ell­en Mark, Ívar Brynj­ólfs­son, Mar­gréti Hall­gríms­dótt­ur og Ein­ar Fal Ing­ólfs­son.
  • ÞÞ - í fá­tækt­ar­land­inu Þroska­saga Þór­bergs Þórðar­son­ar eft­ir Pét­ur Gunn­ars­son. 
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert