Vilja vísa frá frumvarpi um tilfærslu verkefna innan stjórnarráðs

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Þau Atli Gíslason, þingmaður VG, og Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem sitja í allsherjarnefnd þingsins, hafa lagt farm tillögu um að vísað verði frá frumvarpi um tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að  verkefnum Tryggingastofnunar ríkisins verður skipt upp og sjúkratryggingar betur afmarkaðar innan heilbrigðisráðuneytis en lífeyristryggingar og félagslegar bætur færðar til félagsmálaráðuneytis. Sveitarstjórnarmál verða færð frá félagsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis og ferðamál færast frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. Einkaleyfi  færast frá iðnaðarráðuneyti til viðskiptaráðuneytis. Landbúnaðarskólar færast frá landbúnaðarráðuneyti til menntamálaráðuneytis en landgræðsla og skógrækt annars vegar og vatnamælingar hins vegar flytjast frá landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Þau Siv og Atli segja, að sú lagasetning, sem í frumvarpinu felist, muni ekki hafa í för með sér þá skilvirkni, hagræðingu og einföldun sem að sé stefnt. Þá sé málsmeðferðin óvönduð og t.d. hafi ekkert samráð verið haft við undirstofnanir og hagsmunaaðila. Loks segja þau, að ekki liggi fyrir greining á annars vegar kostnaði við lagasetninguna og hins vegar þörfinni fyrir hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert