Aðgreining kynja með litum hófst á sjötta áratug

mbl.is/Þorkell

Talið er að aðgreining kynja með litum á fæðingardeildum hafi byrjað á síðari hluta sjötta áratugarins en fram að því voru nýfædd börn klædd í hvítt. Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur á Alþingi í gær.

„Þegar leið á miðja síðustu öld fannst mörgum að umhverfið á fæðingardeildinni væri of stofnanalegt og smám fóru að koma litir,“ sagði Guðlaugur og lýsti því að fyrst hefðu verið notaðir bleikir og bláir saumar í fötunum en að smám saman hefðu þau þróast í núverandi form. Að því er fram kom í máli Guðlaugs eru alls staðar í boði föt í öðrum litum en hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina af sinni hálfu að skipta sér af þessum málum.

Þingmenn VG veltu því upp hvort aðgreining kynjanna strax við fæðingu hefði áhrif á framkomu við börn, t.d. þannig að stúlkur fengju blíðlegra viðmót, og hvort hið opinbera ætti að hefja hana á þennan hátt. „Hin kyngreinda veröld er afskaplega föst í sessi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert