Brak hreinsað af slysstað

Jeppinn var illa farinn eftir áreksturinn.
Jeppinn var illa farinn eftir áreksturinn. mbl.is/Július

Reykjanesbraut er enn lokuð í báðar áttir en unnið er að því að hreinsa slysstaðinn. Verið er að fjarlægja brak af veginum og síðan verður vegakaflinn saltaður en á honum er mikil hálka að sögn lögreglunnar. Þegar því verki er lokið verður opnað fyrir umferð um brautina í báðar áttir.

 Ekki er vitað um líðan ökumanna og farþega í bílunum tveimur sem rákust saman í hálkunni. Tvennt var í jeppa og einn í sendibíl, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr bílunum.

Farið var með fólkið á slysadeild Landspítalans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert