Fasteignasamningar kynntir á nefndarfundi

Frá fundi á Alþingi.
Frá fundi á Alþingi. mbl.is/Ómar

Samn­ing­ar um sölu fast­eigna á fyrr­um varn­ar­svæðinu við Kefla­vík­ur­flug­völl voru lagðir fram á fundi fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Þetta kom fram hjá Lúðvík Berg­vins­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar, í upp­hafi þing­fund­ar í dag.

Á dag­skrá Alþing­is í dag er munn­leg skýrsla, sem Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, mun flytja um starf­semi Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, gagn­rýndi það í upp­hafi þing­fund­ar, að þing­menn hefðu ekki fengið skýrslu for­sæt­is­ráðherra í hend­ur í gær svo þeir gætu und­ir­búið sig fyr­ir umræðuna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert