Gæsluvarðhald framlengt til þriðjudags

Maðurinn leiddur fyrir dómara um síðustu helgi.
Maðurinn leiddur fyrir dómara um síðustu helgi. Víkurfréttir/Ellert

Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um að maður, sem grunaður er um að orðið valdur að banaslysi í Reykjanesbæ um liðna helgi, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í 5 daga gæsluvarðhald, sem rann út í dag. Lögreglan krafðist áframhaldandi gæsluvarðhalds til loka næstu viku en dómari úrskurðaði að gæsluvarðhaldið sé til þriðjudagsins 11. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert