Hálka og hreindýr

Vegagerðin varar við hreindýrum sem víða er að finna við …
Vegagerðin varar við hreindýrum sem víða er að finna við vegi á Austurlandi. mbl.is/Andrés Skúlason

Á Suðurlandi og Vesturlandi eru víða hálkublettir og Hellisheiði og Holtavörðuheiði er hálka. Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. Ófært er um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði. Vegagerðin varar einnig við hálku og hreindýrum sem eru víða við vegi á Austurlandi.

Á Norðvesturlandi er víða hálka, snjóþekja og éljagangur.

Á Norðausturlandi  er víða hálka eða hálkublettir.

Á Austurlandi er hálka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert