Læknir dæmdur til að greiða skaðabætur

Hæstiréttur hefur dæmt lækni til að greiða sjúklingi rúmar 5,6 milljónir króna í bætur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja, að sjúklingurinn fengi viðeigandi meðferð innan eðlilegs tíma á Landspítala. Sjúklingurinn missti fótinn en Hæstiréttur taldi sannað, að eðlileg meðferð hefði bjargað fætinum.

Í Héraðsdómi Reykjavíkur voru læknirinn og íslenska ríkið talin bera sameiginlega ábyrgð á miska sjúklingsins en Hæstiréttur taldi hins vegar ekki, að þessi mistök starfsmanna Landspítala stæðu í þeim tengslum við tjón sjúklingsins, að það varðað skaðabótaábyrgð ríkisins. Var ríkið því sýknað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka