Líka fyrir foreldra

„Fólk þarf ekki að fara nema stuttan bíltúr hér um bæinn til að sjá að það vantar mjög mikið upp á að fólk noti endurskinsmerki," segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu.

Í fyrra lét Umferðastofa framleiða endurskinsmerki sem sérstaklega voru ætluð unglingum og mæltust þau mjög vel fyrir. Eftir áramót stendur til að dreifa enn fleiri slíkum en þau eru nú í framleiðslu.

Einar Guðmundsson hjá Sjóvá Forvarnahúsi segir að þar hafi verið tekið á móti fjölda ungmenna í svokallað upplifunarsetur, þar sem þau eru látin upplifa það sjálf hvers vegna þetta skiptir máli. „Þá slökkvum við öll ljós og erum með kastara sem er eins og bílljós og sýnum hvað endurskinsmerki eru mikilvæg."

Þá vinna Sjóvá og Reykjavíkurborg að verkefni með eldri borgurum sem fjallar um sýnileika í umferðinni segir Einar og hann segir fullorðna þurfa að bæta sig. „Hjá yngri börnunum er þetta miklu betra, foreldrar hafa mikinn skilning á að velja föt með endurskini fyrir krakkana sína en ekki fyrir sjálfa sig." Endurskinsmerki fást í öllum apótekum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert