Ráðuneyti ráðalaust fyrir jól

Félagsmálaráðuneytið sér engin tök á því að bregðast við skerðingu kjara öryrkja með skyndilausnum nú í desember. Sextán hundruð manns misstu bætur frá lífeyrissjóðum á almenna markaðnum nú um mánaðamótin, sumir þeirra stóran hlut tekna sinna.

Stjórnvöld draga ekki dul á að öryrkjar séu órétti beittir með víxlverkun skerðinga sem haldi þeim í fátæktargildru. Þessu verði að breyta og málið verður áfram í athugun, þótt hluti af framtíðarlausn hafi verið kynntur í gær.

„Lífeyrissjóðirnir hafa ekki gefið ráðherra neitt færi á að leita lausna. Þeir tóku sína ákvörðun og ríkið verður að vinna eftir lögum og reglum sem gilda," segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert