Sautján ára á 212 kílómetra hraða

mbl.is/Júlíus

Um klukkan 00.30 í nótt var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut vestan við Grindarvíkurveg fyrir of hraðan akstur. Bifreið ökumannsins mældist á 212 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn sem var sautján ára og nýlega búinn að fá ökuréttindi var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert