Sjaldséður gestur að hnýsast

Sjaldséður gestur skaut upp bakugganum í Grafarvogi í Reykjavík síðdegis í dag. Þarna var á ferðinni smáhveli, hugsanlega hnísa, sem synti fram og aftur og vakti nokkra athygli þeirra sem voru á ferð við voginn.

Hnísur eru algengar á grunnsævi við allt land en sjást þó sjaldan því að þær láta jafnan ekki sjá sig á yfirborðinu nema í mjög skamman tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka