Yfir 150 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur

Hraðakstur er alvarlegt brot
Hraðakstur er alvarlegt brot Sverrir Vilhelmsson

Hraðakst­urs­brot 17 ára öku­manns sem tek­inn var á 212 km hraða í nótt fer út fyr­ir hefðbund­in viðmiðun­ar­mörk sekta og svipt­inga.  Þetta brot er það al­var­legt að dóm­ari mun taka ákvörðun um lengd akst­urs­svipt­ing­ar og upp­hæð sekt­ar.

Ökumaður­inn var með mánaðargam­alt öku­skír­teini og því með bráðabirgðaskír­teini sem gild­ir í 3 ár.  Refs­ing fyr­ir hraðakst­ur upp að 170 km hraða miðast við að minnsta kosti 3 mánaða svipt­ingu og 150.000 króna sekt.   

Að sögn Ein­ars Magnús Magnús­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Um­ferðar­stofu, eru hand­haf­ar bráðabirgðaskír­tein­is, sem fá 4 refsipunkta eða eru svipt­ur öku­rétt­ind­um, einnig sett­ir í akst­urs­bann.  

Ein­ar seg­ir að akst­urs­bann og svipt­ing öku­rétt­inda sé tvennt ólíkt og að akst­urs­bann geti verið leng­ur í gildi en svipt­ing öku­rétt­inda.  Akst­urs­banni er ekki aflétt fyr­ir en viðkom­andi hef­ur lokið nám­skeiði og tekið öku­prófið að nýju.  

Ein­ar seg­ir að það sé litið svo á að þeir ein­stak­ling­ar sem missa öku­prófið hafi í raun fallið á prófi úti í um­ferðinni.  Á nám­skeiðinu sem aflétt­ir akst­urs­banni er tekið öðru­vísi á mál­um en í hefðbundnu öku­prófi.  Farið er nán­ar yfir af­leiðing­ar áhættu­hegðunar í um­ferðinni, og lögð  áhersla á að skerpa ábyrgð öku­manns­ins.  

Á vefsíðu Um­ferðar­stofu má finna reikni­vél fyr­ir viður­lög og sekt­ir vegna hraðakst­urs og ölv­unar­akst­ur. http://​us.is/​id/​3971

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka