Fræðslu um fjármál er ábótavant í skólakerfinu, að mati forstöðukonu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Margt fólk sem leitar hjálpar hjá stofunni ber við algerri vanþekkingu á fjármálum almennt.
Ráðgjafarstofan er sjálfstæð stofnun sem fær rekstrarfé m.a. frá ríki og borg, auk lánastofnana og fleiri fyrirtækja. Í dag var undirritað samkomulag til fimm ára um rekstur stofunnar.
Aðilar að nýja samkomulaginu eru Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, félagsmálaráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Glitnir hf., Kaupþing banki hf., Kópavogsbær, Kreditkort hf., Landsbanki Íslands hf., Landssamtök lífeyrissjóða, Rauði kross Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sparisjóða, Samband íslenskra sveitarfélaga og Þjóðkirkjan.
Vefur Ráðgjafarstofu