Stefán Sigurðsson varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í vikunni að finna tvö stærðarinnar skordýr í bjórflösku sinni. Um var að ræða Tuborg jólabjór.
Stefán hafði samband við skordýrafræðing, sem sagði honum að annað skordýranna væri klaufhali, en hitt fnyktíta. Hvorugt þessara skordýra lifir á Íslandi, en þau finnast hins vegar annars staðar á Norðurlöndum. Ljóst má því vera að skordýrin hafa ferðast til landsins annaðhvort með bjórflöskunni eða bjórtankinum, en Tuborg-jólabjór kemur bruggaður til landsins og er tappað á flöskur hér.