„Þetta er svona ævintýrið okkar, að prófa einu sinni að gera eitthvað öðruvísi en við erum vön að gera," segir Guðrún Lísa Erlendsdóttir, en hún tekur þátt í Jólatívolíinu í Kaupmannahöfn fyrir þessi jól, ásamt manninum sínum Braga Baldurssyni.
Aldarfjórðungur er síðan Bragi fór að saga jólaskraut út í tré í frístundum sínum en þau Guðrún hafa selt það á hinum ýmsu jólamörkuðum á Íslandi undir nafninu Hjartans list.
„Sonur okkar var við nám hér í Kaupmannahöfn og hann fór í Jólatívolí og sagði okkur að hingað ættum við að koma og selja okkar vörur," segir Guðrún en þau fóru í skoðunarferð í Tívolí í fyrra og sóttu um að vera með næst. Í júní kom svo svar um að þau fengju inni.