Guðrún og Bragi selja jólaskraut í Tívolí

Bragi Baldursson og Guðrún Lísa Erlendsdóttir.
Bragi Baldursson og Guðrún Lísa Erlendsdóttir.

„Þetta er svona ævintýrið okkar, að prófa einu sinni að gera eitthvað öðruvísi en við erum vön að gera," segir Guðrún Lísa Erlendsdóttir, en hún tekur þátt í Jólatívolíinu í Kaupmannahöfn fyrir þessi jól, ásamt manninum sínum Braga Baldurssyni.  

Aldarfjórðungur er síðan Bragi fór að saga jólaskraut út í tré í frístundum sínum en þau Guðrún hafa selt það á hinum ýmsu jólamörkuðum á Íslandi undir nafninu Hjartans list.

„Sonur okkar var við nám hér í Kaupmannahöfn og hann fór í Jólatívolí og sagði okkur að hingað ættum við að koma og selja okkar vörur," segir Guðrún en þau fóru í skoðunarferð í Tívolí í fyrra og sóttu um að vera með næst. Í júní kom svo svar um að þau fengju inni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert