Hoffellið búið með síldarkvótann

Hoffellið búið með kvótann.
Hoffellið búið með kvótann. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hoffell skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði er á landleið með um 450 tonn af síld og þar með er 5000 tonna síldarkvóti fyrirtækisins uppurinn. Gísli Jónatansson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir fyrirtækið hafa fengið 1000 tonn í viðbótarkvóta frá annarri útgerð.

Loðnuvinnslan er eina fyrirtækið á landinu sem einbeitir sér ennþá að síldarsöltun og Gísli segir hana hafa gengið vel. Búið sé að salta í tæplega 20 þúsund tunnur og þar af sé langstærsti hlutinn flök og bitar.


Stærsti markaðurinn fyrir saltaða síld er í Svíþjóð og Finnlandi. Gísli sagði í viðtali við RÚV að verðið fyrir afurðirnar væri lægra en í fyrra og það sé ennfremur dýrt að gera út á síldina alla leið í Grundarfjörð þar sem hún hefur veiðst vel á vertíðinni. Hann segir ekki vera gott að átta sig á hvernig vertíðin komi út enda sé gengi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert