Ísland í fremstu röð í umhverfismálum

Ísland er talið í fremstu röð í umhverfismálum.
Ísland er talið í fremstu röð í umhverfismálum. mbl.is/Rax

Ísland er í þriðja sæti á eft­ir Sví­um og Þjóðverj­um  í nýrri vísi­tölu um­hverf­is­mála, sem kynnt var á Bali í Indó­nes­íu þar sem lofts­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna stend­ur yfir. Þýsku um­hverf­is­sam­tök­in Ger­manwatch reikna þessa vísi­tölu út.

Fram kem­ur á vefn­um eart­hti­mes.org, að Ger­manwatch bar sam­an þær aðgerðir í um­hverf­is­mál­um sem helstu losend­ur gróður­húsaloft­teg­unda í heim­in­um hafa gripið til. Um er að ræða þau 56 ríki, sem bera ábyrgð á los­un um 90% gróður­húsaloft­teg­unda út í and­rúms­loftið.

Sví­ar eru í 1. sæti eins og í fyrra og Þýska­land tók 2. sætið af Bret­um þótt list­inn væri birt­ur áður en Þjóðverj­ar kynntu í gær­kvöldi að þeir stefndu að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 36% fyr­ir árið 2020. Ísland fór upp í 3. sætið en Bret­ar féllu niður í það sjö­unda. 

Lofts­lags­vísi­tala Ger­manwatch

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert