Rennsli eykst í Skeiðará

Vatnamælingarmenn við Skeiðará síðast þegar hlaup kom í ána árið …
Vatnamælingarmenn við Skeiðará síðast þegar hlaup kom í ána árið 2004. mbl.is/RAX

Rennsli og rafleiðni hefur vaxið í Skeiðará undanfarna daga og segja sérfræðingar Vatnamælinga Orkustofnunar nú öruggt að Skeiðarárhlaup sé hafið. Síðast hljóp úr Grímsvötnum í nóvember 2004.  Því hlaupi fylgdi eldgos í Grímsvötnum.

Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður og verkfræðingur hjá Orkustofnun, í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gærkvöldi um hlaup sem hafið er í Skeiðará. Gunnar hafði þó þann fyrirvara á að slíkt vissi maður aldrei með fullri vissu fyrirfram.

Gunnar segir að rennsli og rafleiðni hafi vaxið í Skeiðará undanfarna daga auk þess sem órói mældist á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum aðfaranótt fimmtudags. „Þá fór ekkert á milli mála að komið var af stað Skeiðarárhlaup.“

Hlaup í Skeiðará fara af stað þegar vatn úr Grímsvötnum stendur nægilega hátt til að brjóta sér leið undir Skeiðarárjökul. Síðast hljóp úr Grímsvötnum fyrir þremur árum og fylgdi því eldgos.

Rennslismælingar Orkustofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert