Súlan laus af strandstað

Súlan komin til hafnar í fylgd björgunarskipsins.
Súlan komin til hafnar í fylgd björgunarskipsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Búið er að draga Súl­una EA á flot í inn­sigl­ing­unni í Grinda­vík. Það var björg­un­ar­skipið Odd­ur V. Gísla­son, sem náði að losa skipið eft­ir nokkr­ar til­raun­ir en Súl­an er drekk­hlaðin af fiski. Eru skip­in nú á leið til Grinda­vík­ur­hafn­ar.

Auk Odds V. Gísla­son­ar voru björg­un­ar­bát­arn­ir Villi, Árni í Tungu og Áskell send­ir á staðinn.  Varðskip var einnig sent áleiðis og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

Þrett­án manna áhöfn er um borð í Súl­unni. Talið er að stýris­búnaður hafi bilað og það hafi valdið því að skipið fór af réttri sigl­ing­ar­leið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert