Þjófnaður úr vinnuvélum

Í morgun var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um innbrot í vinnuvélar á nýbyggingarsvæði á Goðanesi á Akureyri. Farið hafði verið inn í þrjár vinnuvélar á svæðinu í nótt og úr þeim tekin ýmis tæki.

Um hádegisbil handtók lögreglan síðan fernt sem grunað er um verknaðinn. Þýfið fannst í fórum þeirra og er nú komið í hendur aftur eigenda. Lögreglan tók sérstaklega fram að eigandi vinnuvélanna færði lögreglunni tertur og bakkelsi þegar hann sótti tækin á lögreglustöðina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert