Yfirlæknar leggja til sparnað

20% skerðing á heimahjúkrun er tillaga lækna til sparnaðar.
20% skerðing á heimahjúkrun er tillaga lækna til sparnaðar. mbl.is/Árni Sæberg

Yfirlæknar á heilsugæslustöðvum hafa lagt fram tillögu þar sem bent er á leiðir sem gætu sparað um 550 milljón krónur til að mæta halla á rekstri heilsugæslustöðva höfuðborgarsvæðisins. Gunnar Helgi Guðmundsson formaður yfirlæknaráðs heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í kvöldfréttum RÚV að tillögurnar taki ekki til skerðingar á þjónustu við veikt fólk.

Á minnisblaði sem RÚV vitnar í mun standa að lögð hafi verið fram sú tillaga að skerða heimahjúkrun um 20% og  að skólaheilsugæsla verði lögð niður, miðstöð heilsuverndar barna, mæðravernd og miðstöð sóttvarna til að standa straum af rekstrarhallanum.

 Tillögur þessar munu hafa verið lagðar fram á fundi framkvæmdastjórnar heilsugæslunnar í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert