Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar Health at a glance sem kom út í síðasta mánuði. Þar kemur fram að þrátt fyrir mikla aukningu í áfengisneyslu þá erum við enn undir meðaltali í þessum efnum þar sem hver Íslendingur drekkur að jafnaði 7,1 lítra af vínanda á ári sem er aðeins meira en Norðmenn og Svíar drekka en meðaldrykkja OECD landanna eru 9,5 lítrar á mann.
Írar drekka mest eða að jafnaði 13,5 lítra af vínanda ár hvert. Ungverjar, Frakkar og Tékkar fylgja þeim fast eftir.
Höfundar skýrslunnar telja að háir áfengisskatta og takmarkanir á sölu og dreifingu áfengis valdi því að Svíar, Norðmenn og Íslendingar drekka minna af áfengi en aðrar þjóðir í þessu úrtaki.