BUGL fékk 6 milljónir

Kiri te Kanawa og Garðar Thór Cortes komu fram með …
Kiri te Kanawa og Garðar Thór Cortes komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og rann ágóðinn til BUGL. mbl.is

Rúmar 6,3 milljónir króna söfnuðust á styrktartónleikum FL Group fyrir verkefnið Lífið kallar, sérstakt meðferðarverkefni hjá BUGL. Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, afhenti Hrefnu Ólafsdóttur, yfirfélagsráðgjafa hjá BUGL, andvirði allra seldra miða á tónleika þar sem Kiri te Kanawa og Garðar Thór Cortes komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæði FL Group, sem greiðir allan kostnað við þá þannig að andvirði miða renni óskert til BUGL, barna- og unglingageðdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert