Öryrkjar vilja aðgerðir strax

Farið er fram á að fjórir ráðherrar hitti talsmenn Öryrkjabandalagsins á fundi og ákveði tafarlaust aðgerðir til að bæta öryrkjum skerðingu á greiðslum lífeyrissjóða.

„Afleiðingarnar af þessum ósanngjörnu skerðingum eru þegar hrikalegar og ríkisstjórnin ein getur gert eitthvað í því, " segir Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins. "Það verður hún að gera strax í desember. Hún verður að sjá til þess að skerðingarnar núna verði ekki og fólk fái sínar greiðslur, annað hvort í gegnum Tryggingastofnun eða að ríkisstjórnin grípi inn í gagnvart lífeyrissjóðunum."

Ekki fékkst uppgefið hvort málið var rætt á ríkisstjórnarfundi, eða hvenær fundarboði ÖBÍ verður svarað. Fundur verður ekki fyrr en eftir helgi, enda utanríkisráðherra erlendis.

„Ef þetta verður ekki lagað og þessum ákvörðunum ekki breytt strax og tjónið bætt er það stóralvarlegt," segir Sigursteinn. „Gerist það ekki er ekki grundvöllur til neins samstarfs milli Öryrkjabandalagsins, Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins og lífeyrissjóðanna um eitt eða neitt," segir formaður ÖBÍ, sem situr með þessum fulltrúum í nefndinni. Hann telur ASÍ hafa sagt öryrkjum stríð á hendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka