Í Hlíðarfjalli er nú logn og -8°c. Í fjallinu er troðinn púðursnjór og
gott skíðafæri. Í fréttatilkynningu segir búið sé að opna fjórar skíðaleiðir og allt útlit fyrir að allar brautir opni innan tíðar. Takmörkuð opnun verður á Bláfjallasvæðinu milli klukkan 1 og 6 í dag, þar verður aðgangur ókeypis.
Þrjár lyftur verða opnaðar á Bláfjallasvæðinu, byrjendalyftur við Bláfjallaskála og Stólalyfta í Suðurgili og diskalyftan Mikki Refur norðan við Ármannsskálann.
Unnið er að því að undirbúa brekkurnar í Kóngsgilinu við stóru stólalyftuna og vonast menn til að þar verði hægt að opna á næstu dögum.