Slökkt á ljósasúlunni í Viðey

Grunnur friðarsúlunnar í Viðey.
Grunnur friðarsúlunnar í Viðey. Ragnar Axelsson

Slökkt verður á ljósasúlunni í Viðey við hátíðlega athöfn í kvöld og lýkur þar með fyrsta tveggja mánaða tímabilinu sem kveikt er á verkinu sem heitir Imagine Peace Tower og er eftir Yoko Ono. Til stendur að ljósið logi frá fæðingardegi Johns Lennon 9. október ár hvert til og með dánardegi hans 8. desember.

Boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Viðey í dag að þessu tilefni en dagskráin ber yfirskriftina Minn friður – þinn friður. Gefst fólki m.a. kostur á að skapa sín eigin friðarljós og friðarkveðjur sem senda má út í heim.

Kveikt verður á súlunni klukkan rúmlega 16:00 en áður verður stutt friðarstund í Viðeyjarkirkju og að því loknu verður kyndlaganga að listaverkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert