Trú á dulræn fyrirbæri liggur djúpt í þjóðarsálinni

Ekki er að sjá að Íslendingar séu vantrúaðri á dulræn fyrirbæri í dag en þeir voru fyrir aldarþriðjungi og mjög stór hópur fólks hér á landi telur sig hafa orðið fyrir dulrænni reynslu af ýmsu tagi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Erlendar Haraldssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en Erlendur gerði sambærilega rannsókn fyrir 33 árum, árið 1974.

Frá niðurstöðunum er sagt í ritinu Rannsóknir í Félagsvísindum VIII.

 Yfirgnæfandi meirihluti svarenda í rannsókn Erlendar, eða 78%, taldi sig hafa orðið fyrir einhverri af þeim tólf tegundum dulrænnar reynslu sem spurt var um. Þetta er nokkru meiri fjöldi en 1974, þegar 64% sögðust hafa orðið fyrir einhverri reynslu. Erlendur er að vísu varfærinn í öllum ályktunum og bendir á að heimtur í könnuninni nú hafi ekki verið nægilega góðar.

„Okkur þótti [þó] forvitnilegt hve lítið hafði breyst, hvað þjóðarviðhorfin og þjóðarsálin eru svipuð hvað þetta snertir. Þetta er eitthvað sem virðist eiga sér djúpar rætur með þjóðinni og breytist ekki á nokkrum áratugum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert