Hálka er á vegum í öllum landshlutum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Suðurlandi eru hálkublettir og á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er einnig hálka og hálkublettir. Á Norðvesturlandi er hálka og snjóþekja og hálka er á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er hálka og á Austurlandi er hálka og snjóþekja. Á Suðausturlandi eru hálkublettir og snjóþekja.