Vill birta öll tilboð

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vill birta öll tilboð sem borist hafa í eignir á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Hann telur umræðu síðustu daga geta skaðað það stóra verkefni sem þar er unnið að og því nauðsynlegt að svara dylgjum þingmanna strax og með afgerandi hætti.

„Ég vil að við birtum þau tilboð sem borist hafa í eignir á svæðinu og geri mér grein fyrir að með því kann trúnaður við tilboðshafa að vera rofinn sem aftur gæti haft í för með sér kostnað fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. En miðað við umræðu þingmanna og ásakanir tel ég afar mikilvægt að seinna megi það ekki vera," segir Árni og tekur skýrt fram að þetta sé sín skoðun, betur eigi eftir að ræða við Magnús Gunnarsson, stjórnarformann þróunarfélagsins. Funda á um málið á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka