Vill birta öll tilboð

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.

Árni Sig­fús­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, vill birta öll til­boð sem borist hafa í eign­ir á gamla varn­ar­svæðinu á Miðnes­heiði. Hann tel­ur umræðu síðustu daga geta skaðað það stóra verk­efni sem þar er unnið að og því nauðsyn­legt að svara dylgj­um þing­manna strax og með af­ger­andi hætti.

„Ég vil að við birt­um þau til­boð sem borist hafa í eign­ir á svæðinu og geri mér grein fyr­ir að með því kann trúnaður við til­boðshafa að vera rof­inn sem aft­ur gæti haft í för með sér kostnað fyr­ir Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. En miðað við umræðu þing­manna og ásak­an­ir tel ég afar mik­il­vægt að seinna megi það ekki vera," seg­ir Árni og tek­ur skýrt fram að þetta sé sín skoðun, bet­ur eigi eft­ir að ræða við Magnús Gunn­ars­son, stjórn­ar­formann þró­un­ar­fé­lags­ins. Funda á um málið á mánu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert