Foreldrahúsi lokað um áramót

Foreldrahús Vímulausrar æsku verður húsnæðislaust um áramótin, og að óbreyttu leggst starfsemin að miklu leyti af. Móðir fíkils óttast um afdrif fjölskyldunnar ef svo fer. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Aðstandendur fíkla hafa í fimm ár getað leitað sér stuðnings og ráðgjafar í Foreldrahúsi Vímulausrar æsku, að Vonarstræti 4b í Reykjavík. Mörg hundruð manns, makar, foreldrar og systkini fíkla, hafa leitað hjálpar þar en um áramótin þurfa samtökin hins vegar að vera búin að rýma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka