Með allt á hornum sér

Hreindýrið í miðjunni er með töluvert magn af „skrauti
Hreindýrið í miðjunni er með töluvert magn af „skrauti". mbl.is/Sverrir Aðalsteinsson

Hrein­dýra­hjörð þessi er að kroppa í svörðinn við gömlu heyköggla­verk­smiðjuna í Flat­ey á Mýr­um. Ef mynd­in er nægi­lega skýr sést að einn tarf­ur­inn er með krónu af öðru hrein­dýri fasta í sín­um eig­in horn­um ásamt margra metra dræsu af raf­magns­girðing­ar­vír.

Að sögn ljós­mynd­ar­ans get­ur dýrið krafsað og náð til jarðar en hann tel­ur ör­uggt að þessi auka­byrði hái því nokkuð mikið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert