Lögreglan á Selfossi stöðvaði för 17 ára ökumanns sem ók á 130 km hraða á Eyrabakkavegi þar sem hámarkshraði er 90 km. Það vakti athygli lögreglunnar að ökumaðurinn hafði einungis haft reynsluréttindi í tvo daga. Hann mun fá tvo punkta í punktakerfinu og þarf að greiða sekt.
Eftir fjóra punkta þurfa þeir sem hafa reynsluréttindi að taka ökuprófið upp á nýtt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 5 ökumenn sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum eiturlyfja og 2 ökumenn voru grunaðir um ölvunarakstur.