VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan

Landspítali háskólasjúkrahús
Landspítali háskólasjúkrahús mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vinstri Græn­ir segja að rík­is­stjórn­in sé að svelta heilsu­gæslu og heil­brigðisþjón­ustu á fjár­magni með einka­væðingu í huga. Jón Bjarna­son þingmaður VG og full­trúi í fjár­laga­nefnd hef­ur flutt til­lög­ur um stór­auk­in fram­lög til heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og kraf­ist þess að á mál­efn­um henn­ar sé tekið.

Jón sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins að málið sé al­var­legt ekki bara fyr­ir heilsu­gæsl­una á höfuðborg­ar­svæðinu held­ur víða um land og seg­ir brýnt að ná þver­póli­tískri sátt um efl­ingu heilsu­gæslu lands­manna.Öflug heilsu­gæsla sé einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í al­mennri heilsu­vernd og for­vörn­um og það sé því gróf aft­ur­för í heil­brigðismál­um ef heilsu­gæsl­an á nú að draga sam­an þjón­ustu sína.

„Við vinstrigræn höf­um ít­rekað fjallað um þessi mál í þing­inu, nú síðast í umræðum um fjár­auka­lög á fimmtu­dag. Hér er bæði um að ræða upp­safnaðan rekstr­ar­halla en einnig fjárþörf fyr­ir næsta ár“ seg­ir Jón.

Stjórn­ar­andstaðan lagði á föstu­dag sam­eig­in­lega til breyt­inga­til­lögu upp á 400 millj­óna króna aukafram­lag í fjár­auka­lög­um til heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins til þess að bæta upp ólíðandi halla­rekst­ur und­an­far­inna ára. Til­lag­an var felld.

Jón seg­ir jafn­framt að fyr­ir liggi breyt­inga­til­lög­ur VG til fjár­laga næsta árs um nauðsyn­leg­ar hækk­an­ir fram­laga.

Jón seg­ir að það verði spenn­andi að sjá hvernig at­kvæði verða nú greidd um þess­ar til­lög­ur til hækk­un­ar fram­laga á fjár­lög­um.

Hann sagðist vera hrædd­ur um að niður­skurður á þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar sé einn liður­inn í að neyða kerfið allt til einka­væðing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert