38% bifreiða á negldum hjólbörðum

38% bifreiða í Reykjavík reyndust vera á negldum hjólbörðum þriðjudaginn 4. desember síðastliðinn. Á sama tíma í fyrra voru 40% ökutækja á nagladekkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

Árleg talning var gerð í 49. viku ársins og skiptist hlutfallið þannig að 38% ökutækja voru á negldum dekkjum og 62% á öðrum dekkjum. Hlutfall negldra dekkja hefur tilhneigingu til hækka eftir því sem líður á veturinn en það hefur hækkað verulega frá því um miðjan nóvember því þá var 25% ökutækja á negldum dekkjum, samkvæmt tilkynningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert