Ættum ekki að kynda undir viðsjám

Formenn allra stjórnmálaflokka taka undir þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í gær að ekki sé ráðlegt fyrir Íslendinga að ríða á vaðið og vera í fararbroddi þeirra þjóða sem kunna að viðurkenna sjálfstæði Kosovo, eftir að Kosovo-Albanar hafa lýst yfir sjálfstæði eins og líklegt er talið að þeir geri.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist tregur til að taka af skarið í þessum efnum fyrirfram. Vonir manna hafi staðið til þess að þær samningaviðræður sem farið hafa fram milli fulltrúa Kosovo-Albana og Serba myndu leiða til niðurstöðu sem báðir aðilar gætu verið sáttir við. Svo virðist nú sem slíku samkomulagi verði ekki að heilsa. Málið sé viðkvæmt og rétt sé að fara að öllu með gát.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert