Ekkert lát á jarðskjálftum

Mikil skjálftavirkni hefur verið við Upptyppinga frá því á föstudag …
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Upptyppinga frá því á föstudag eins og sést á þessu korti af vef Veðurstofunnar.

Ekkert lát er á jarðskjálftum við Upptyppinga, norður af Vatnajökli, og hafa orðið þar tugir jarðskjálfta í dag, flestir af stærðinni 1,5-2 á Richter en nú á sjöunda tímanum kom einn skjálfti sem mældist 2,5 stig. Skjálftavirkni á svæðinu hefur hins vegar staðið yfir síðan snemma á föstudag, með hléum.

Mikið hefur borið á skjálftahrinum við Upptyppinga frá því í lok febrúar og einkenni þeirra er hversu upptök skjálftanna standa djúpt, en flestir eru á 15 km dýpi miðað við 8-9 km dýpi ef um jarðskjálfta á flekaskilum er að ræða. Þessi mikla dýpt og önnur atriði benda til þess að skjálftahrinur á svæðinu tengist kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert