Hvað gerist ef verð á einhverri vöru er lækkað um 26%? Eðlilegt svar við spurningunni er að sala á vörunni muni aukast. Rannsókn sem Valdimar Sigurðsson aðjúnkt og Hugi Sævarsson viðskiptafræðingur gerðu bendir hins vegar til að salan aukist ekki neitt. Rannsóknin var kynnt á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að nauðsynlegt sé að rannsaka hegðun neytenda betur. Valdimar og Hugi taka fram að ekki sé hægt að fullyrða hvort neytendur hafi tekið eftir verðlækkuninni og hvaða áhrif það hafi haft á þankagang þeirra.