Eykur verðlækkun ekki sölu?

Hvað gerist ef verð á einhverri vöru er lækkað um 26%? Eðlilegt svar við spurningunni er að sala á vörunni muni aukast. Rannsókn sem Valdimar Sigurðsson aðjúnkt og Hugi Sævarsson viðskiptafræðingur gerðu bendir hins vegar til að salan aukist ekki neitt. Rannsóknin var kynnt á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands.

Nauðsynlegt að rannsaka hegðun neytenda betur

Valdimar og Hugi fengu tvo stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu í lið með sér. Verð á einni tiltekinni tegund af hársápu var lækkað um 17-26%. Síðan var sala á vörunni borin saman fyrir og eftir verðlækkun. Niðurstaðan var sú að sala á vörunni jókst ekki neitt. Í niðurstöðunum segir að ef áhrifin væru einhver þá væru þau neikvæð fyrir vörumerkið á þann hátt að hlutfallsleg sala þess innan vöruflokksins minnkaði við það að verðið var lækkað.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að nauðsynlegt sé að rannsaka hegðun neytenda betur. Valdimar og Hugi taka fram að ekki sé hægt að fullyrða hvort neytendur hafi tekið eftir verðlækkuninni og hvaða áhrif það hafi haft á þankagang þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert