Hætt við niðurrif verslunar

Lögreglan gekk í málið.
Lögreglan gekk í málið. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Seyðisfjarðarkaupstaður fór fram á lögbann á vinnu verkamanna sem tóku niður innréttingarnar í Imslandsverslun á Seyðisfirði. „Það er líklegast búið að lenda þessu máli og stöðva þetta...ráðuneytið er búið að stoppa þetta," sagði Daníel Björnsson fjármálastjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Almennir borgarar á Seyðisfirði brugðust skjótt við kalli verndunarsinna og hindruðu frekari aðgerðir smiða, komu í veg fyrir að þeir gætu borið innréttingarnar út úr húsinu en til stóð að setja þær í gám og flytja suður til Reykjavíkur.

„Við sáum að það þýddi ekkert að stöðva þessar framkvæmdir með orðum og við ákváðum að koma í veg fyrir að þeir gætu farið með munina út úr húsinu," sagði Pétur Kristjánsson forstöðumaður tækniminjasafnsins og forsprakki verndunarsinna í þessu máli.

Brottnám innréttinganna stöðvað.
Brottnám innréttinganna stöðvað. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir
Búið var að losa megnið af innréttingunum.
Búið var að losa megnið af innréttingunum. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir
Gamla ríkið á Seyðisfirði.
Gamla ríkið á Seyðisfirði. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir
Lögreglan kom til að skakka leikinn.
Lögreglan kom til að skakka leikinn. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert