Hellisheiði er lokuð

Hellisheiði er lokuð vegna umferðaróhapps.
Hellisheiði er lokuð vegna umferðaróhapps. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hell­is­heiðin er lokuð vegna um­ferðaró­happs. Þrengsl­in eru hins veg­ar opin
en lög­regl­an var­ar við slæmu veðri. Veg­far­end­ur eru beðnir að huga að veðri. Fólks­bíll rann í hálku í veg fyr­ir jepp­ling í Hvera­dala­brekku. Bíl­stjór­ar voru ein­ir í bíl­un­um. Ann­ar þeirra slasaðist tölu­vert.

Hinn slasaði ók fólks­bíln­um en er ekki tal­inn í lífs­hættu. Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi var til­kynnt um slysið klukk­an 8.25 og þurfti að klippa fólks­bif­reiðina til að auðvelda björg­un­ar­mönn­um aðge­gengi.

Ökumaður jepp­lings­ins mun hafa hlotið minni­hátt­ar meiðsl. Bif­reiðarn­ar eru báðar óöku­fær­ar og verða dregn­ar í burtu með krana­bif­reiðum.

Veður­stof­an var­ar við stormi sunn­an- og vest­an­lands fram á nótt og
tals­verðri rign­ingu í nótt og til morg­uns á sunn­an­verðu land­inu.

Vind­hviður eru yfir 30 m á sek­úndu und­ir Hafn­ar­fjalli. Stór­hríð er nú á Fróðár­heiði og varað við óveðri á norðan­verðu Snæ­fellsnesi vest­an Grund­ar­fjaraðar.

Það eru hálku­blett­ir á Sand­skeiði eins og víðar á Suður­landi.

Raun­ar er vetr­ar­færð í öll­um lands­hlut­um, hálku­blett­ir, hálka eða snjóþekja en yf­ir­leitt ekki fyr­ir­staða á helstu leiðum.

Minnst er hálk­an á Suður- og Suðvest­ur­landi.

Heillisheiði er lokuð vegna umferðaróhapps.
Heill­is­heiði er lokuð vegna um­ferðaró­happs. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert