Krafa um rökstuddar uppsagnir

Viðræður um nýja kjarasamninga eru að hefjast.
Viðræður um nýja kjarasamninga eru að hefjast.

Alþýðusamband Íslands átti fund með Samtökum atvinnulífsins í dag þar sem sameiginlegar áherslur aðildarfélaga ASÍ í komandi kjaraviðræðum voru kynntar atvinnurekendum.  Um er að ræða sameiginlegar kröfur en landssamböndin fimm og stærstu aðildarfélög hafa síðan hvert og eitt farið fram með sínar eigin kröfur á hendur SA.

ASÍ segir, að þetta sé í fyrsta skipti sem landssamböndin fimm og stærstu aðildarfélög sambandsins geri formlegt samkomulag um sameiginlegar áherslur gagnvart SA og ríkisstjórn.   

Megin markmið aðildarfélaga ASÍ í komandi kjaraviðræðum er að verja kaupmátt og styrkja stöðu hinna lægst launuðu.  Meðal atriða í áherslum ASÍ á hendur SA eru kröfur um að allar uppsagnir verði hér eftir rökstuddar, að liðkað verði fyrir greiðslu launa í erlendri mynt og að fyrirtækjum verði óheimilt að banna starfsmanni að fara til starfa hjá samkeppnisaðila nema í algjörum undantekningatilfellum. Auk þessa er lögð áhersla á að aðilar vinnumarkaðarins finni sameiginlegar leiðir til að uppræta launamun kynjanna. 

Í kröfunum eru einnig atriði sem ASÍ hefur áður rætt við SA en ekki hefur náðst samkomulag um. Áherslur í efnahags- og félagsmálum verða kynntar ríkisstjórn síðar í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert