Fulllestuð olíubifreið valt seint á laugardagskvöldið á vinnusvæði þar sem verið er að leggja veginn um Arnkötludal á Vestfjörðum. Ökumaðurinn var fluttur til skoðunar á sjúkrahús en hann er grunaður um ölvun við akstur.
Starfsmenn Olíudreifingar sáu um að losa farm bílsins en verktakar á svæðinu fjarlægðu hann. Ekki er talið að olía hafi lekið frá bifreiðinni, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, sem vinnur að rannsókn málsins.